Pilates Port
Pilates Port var stofnað af Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Sigríði Sigurjónsdóttur 5. júní 2023. Pilates Port er Authentic boutique Pilates stúdíó í hjarta Reykjavíkur þar sem við bjóðum upp á Pilatesiðkun fyrir alla í fallegu og hlýlegu umhverfi. Við leggjum áherslu á að auka andlega vellíðan iðkenda okkar og því bjóðum við upp á persónulega og faglega þjónustu þar sem hverjum og einum er mætt á sínum forsendum og upplifi sig strax sem hluti af Pilates samfélaginu okkar. Í Pilates Port bjóðum við upp á tíma við allra hæfi fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Tímarnir eru kenndir af útskrifuðum Authentic Romana Pilates kennurum þar sem æfingar fara fram á dýnum og í sérhönnuðum Pilates tækjum.
Vinsamlegast hafið samband á info@pilatesport.is til að festa tíma með kennara í einka- og dúótíma.
Úrval Pilates grunn- og framhaldsnámskeiða á Reformer og Tower eru að finna á www.pilatesport.is